HAFRAGÚRT ER EKKI JÓGÚRT
Ef þér finnst leiðinlegt að elda en vilt að fólk haldi að þér finnist það gaman er Hafragúrt Turkisk leynivopnið. Eða kannski ættum við frekar að kallað það „feluvopnið“ í staðinn fyrir „leyni“ því fólk gæti haldið að þetta væri tyrknesk jógúrt. Það verður síðan undir þér komið að útskýra rólega fyrir því hvernig þetta er ekki jógúrt þar sem það er algjörlega úr plöntum og að 10% fitan er úr repjuolíu, sem er rík af ómettaðri fitu - þú veist, góða fitan*. Og því allt önnur vara. Þú getur hins vegar notað Hafragúrt Turkisk alveg eins og tyrkneska jógúrt, þannig að við skiljum hvers vegna fólk hélt þetta.
*Þessi vara í rík af ómettaðri fitu. Með því að skipta mettaðri fitu út fyrir ómettaða, hjálpar það til við viðhald á ráðlögðum kólesterólstigum.
Fyrir bakara og óbakara
Ef þér finnst hundleiðinlegt að elda þarftu engar áhyggjur að hafa. Þessi vara er alveg jafngóð ein og sér eða með granóla eða sætri súkkulaðiköku. Gaman að við skyldum nefna köku því okkur dettur þá bakstur í hug og Hafragúrt Turkisk er rosagott á brauð eða hvaða deig sem þú vilt til að gera það smá djúsí.
More about this product
Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?
Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.
Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?
Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint
Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?
Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.
Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.
Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/