Hafragúrt Hreint

Ef þú settir „plöntumiðað eða mjólkurlaust hreint gúrt“ í leitarvél og fannst þetta gúrt úr hafragrunni með kalki, D2-vítamíni, B12 og ríbóflavíni er það bara vegna þess að höfundurinn hlustaði loksins á SEO-sérfræðinginn okkar hana Sheena þegar hún sagði að við ættum bara að tala um vöruna og ekki um hluti sem hafa ekkert að gera með vöruna, eins og fyrrverandi starfsfélaga. Takk, Sheena.

Mjólkurfrelsað gúrt

Hafragúrt Hreint er hægt að nota alveg eins og hreina jógúrt úr kúm (eða jógúrt) en án þess að þurfa að blanda kúm eða öðrum dýrum í málið. Þannig verður mjög auðvelt að borða fleira úr plöntum en einnig halda matarvenjum þínum. Ef þú veist ekki hvernig fólk notar jógúrt úr kúm tökum við ofan fyrir þér og þeim sem ólu þig upp. Prófaðu að borða það eitt og sér, með granóla eða notaðu það þegar þú bakar brauð eða gerir fína salatsósu.

Hið mikla plöntumiðaða svindl

Kannski sagði einhver þér að Hafragúrt Hreint væri hluti af plöntumiðuðu samsæri til að plata þig í að borða heilsusamlegan og sjálfbæran, plöntumiðaðan mat úr ljúffengum vörum sem gera þér mögulegt að halda lífsstílnum en sleppa um leið mjólkur- og kjötvörum? Og kannski hafði viðkomandi rétt fyrir sér? Og ekkert soja því hafrar eru svona okkar dæmi.

More about this product

  • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

    Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

  • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

    Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

  • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

    Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

Ingredients

Vatten/vann, HAVRE 12 %, potatisstärkelse/potetstivelse/kartoffelstivelse, rapsolja, modifierad potatisstärkelse, potatisprotein/potetprotein/kartoffelprotein, kalciumfosfat, kalciumkarbonat, syra (äppelsyra/eplesyre/æblesyre, mjölksyra/melkesyre/mælkesyre), salt, vitaminer (D2, riboflavin, B12), kaliumjodid.

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100g:,
Orka353kJ/84kcal
Fita3.1g
þar af mettuð0.3g
Kolvetni12g
þar af sykurtegundir3.7g
Trefjar0.9g
Prótein1.5g
Salt0.10g
D-vítamín1.1μg (22%*)
Ríbóflavín0.21mg (15%*)
Vitamin B120.38μg (15%*)
Kalsíum120mg (15%*)
Joð22.5μg (15%*)