IMat Visp Hafrarjómi

Notist eins og þeyttur rjómi eða feitur rjómi til að fá létta og gómsæta rjómavöru án rjóma!

ÞEYTT’ANN Í ALLAR ÁTTIR!

Þú getur notað þeyttan ekki-rjóma á svo margt, eins og vöfflur, jarðarber, heitt súkkulaði, ísrétti, ylvolgan fingurinn, ofan á sjeik eða á hnallþóru. Þú getur líka hellt honum beint úr fernunni til að gera matinn þinn extra rjómakenndan og ljúffengan, allt um leið og þú nýtur þess að nota hráefni úr plöntum án nokkurra dýraafurða.

Hannaður til þeytingar

Vísindafólkið okkar hannaði þetta fyrir fólk sem a) vill fagna hlutum eins og lífinu og plánetunni og b) vill samt að fögnuðurinn sé algjörlega laus við dýraafurðir sem, ef þú spáir í því, snýst í raun um að fagna lífinu og plánetunni. En þó þú spáir ekki í þannig hlutum og langar bara til að ganga úr skugga um að fullhertu kókos- og repjuolíurnar séu algjörlega lausar við transfitur, þá eru þær svo sannarlega! Það er sko engin heppni, heldur hönnunin.

Engar mjólkurvörur, ekkert soja. Best að þeyta kaldan.

More about this product

  • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

    Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

  • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

    Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

  • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

    Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

Ingredients

Vatten/vann/vand, fullhärdade/helt hærdet vegetabiliska oljor (kokos, raps), havrebas (HAVRE, vatten/vann/vand), maltodextrin, emulgeringsmedel/emulgatorer (E472e, E435), salt, surhetsreglerande medel/middel (E331), stabiliseringsmedel /stabilisatorer (E464, E418), färgämne/fargestoff/farvestof (betakaroten). Produkten innehåller/indeholder 5% havre.

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100ml:,
Orka1045kJ/253kcal
Fita23g
þar af mettuð22g
Kolvetni11g
þar af sykurtegundir2.3g
Trefjar0.5g
Prótein<0.5g
Salt0.22g