Haframjólk
Móðir allrar haframjólkur hentar fyrir fólk sem er vegan og líka (næstum því) alla. Framleidd með þig og plánetuna í huga.
UPPRUNALEGU FLJÓTANDI HAFRARNIR!
Fyrsta haframjólkin sem var fundin upp er okkur hjartafólgin og er líka góð fyrir þitt hjarta, þökk sé 1,5% af aðallega ómettaðri fitu*. Hún er vítamínbætt (D, ríbóflavín, B12) og steinefnabætt (kalk, joð) og sykurinn kemur úr höfrunum. Engar mjólkurvörur, ekkert soja og enginn langdreginn texti á fernuhliðinni. Nei ókei, dálítið langur, en þar fyrir utan teljum við að þessi drykkur sé hér um bil fullkominn.
Hinir upprunalegu og nýju
Ef þú hefur keypt þessa vöru öldum saman og ert að velta því fyrir þér hvað sé svona nýtt og bætt við hana, er það hvernig hún virkar í kaffinu þínu eða te-i án þess að skilja sig og hún stendur sig enn betur við bakstur og matreiðslu, þökk sé sýrustilli sem kallast tvíkalíumfosfat. Ef það hljómar of mikið eins og efnafræðikennsla í þínum eyrum þá manstu bara að við myndum aldrei nota neitt sem er ekki algjörlega nauðsynlegt og hefur fengið allt samþykki til neyslu.
Hægt að geyma við stofuhita í mjög, mjög, mjög langan tíma (allavega miðað við kúamjólk eða banana).
*Þegar mettaðri fitu er skipt út fyrir ómettaða fitu í daglegu mataræði hjálpar það við að viðhalda ráðlögðu kólesterólgildi
More about this product
Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.
Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/
Hvernig nota ég þennan hafradrykk?
Í eldamennskuna og baksturinn
1. Veldu hvaða uppskrift sem er til að elda eða baka.
2. Þar sem uppskriftin tilgreinir mjólk, notaðu hafradrykk í staðinn.
Í kaffi, te eða heitt súkkulaði
1. Gerðu allt tilbúið.
2. Notaðu þennan hafradrykk í stað kúamjólkur
Til drykkjar
1. Helltu þessum hafradrykk í glas eða bolla.
2. Drekktu
Þarfnastu frekari innblásturs?
Sjáðu “Will it Swap?”Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?
Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.
Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?
Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint